Heil og sæl
Aðalfundur félags um skjalastjórn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl klukkan 17:00 í húsnæði Sjóvár Kringlunni 5, 103 Reykjavík.

Óskir um lagabreytingar skulu berast í síðasta lagi 15. apríl á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Okkur vantar nýtt fólk í stjórn og nefndir félagsins, endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að ganga til liðs við okkur á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá:

·         Þorgerður Magnúsdóttir mun taka á móti okkur og fræða okkur um skjalastjórn Sjóvár. Að því loknu taka við hefðbundin aðalfundastörf.

·         Hefðbundin aðalfundarstörf:

1.      Skýrsla stjórnar.

2.      Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.

3.      Árgjald ákveðið.

4.      Lagabreytingar.

5.      Kosning stjórnar og varamanns.

6.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
Önnur mál.




·         Félag um skjalastjórn heiðrar Kristínu Geirsdóttur og Ragnhildi Bragadóttur tvo stofnfélaga félagsins.

·         Léttar veitingar í boði félagsins, endilega skráið ykkur svo hægt sé að áætla magn veitinga.Bestu kveðjur,


Stjórn félags um skjalastjórn

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík