Með hvaða hætti skilar rafræn upplýsinga- og skjalastjórn á þekkingarauði starfsmanna árangri?

Nóvember 17, 2016 17:00 until Nóvember 17, 2016 18:00
Flokkar: irma
Skoðað: 1662

Á þessum þriðja fræðslufundi vetrarins mun Ragna Kemp, aðjúnkt við Háskóla Íslands fjalla um doktorsverkefni sitt. Doktorsverkefnið fjallar m.a. um þau tímamót sem eiga sér stað á hlutverki og ábyrgð sérfræðinga í upplýsingafræðum. Magn upplýsinga eykst stöðugt, tækninni fer fram og varðveislumöguleikar eru margir og flóknir. Í rannsókninni er lögð áhersla á ástæður þekkingarskráningar, hvað er skráð og hvernig slíkt val fer fram, hvernig aðgangi starfsmanna að skráningum er háttað og hvernig skráningin nýtist starfsmönnum sjálfum og þeirra vinnustöðum. Kannað er hvert hlutverk skjalastjóra er við skráningu þekkingar og hvernig samvinnu mannauðsstjóra og / eða fræðslustjóra og skjalastjóra er háttað. Ennfremur er skoðað hvernig íslensk fyrirtæki nýta samfélagsmiðla til að varðveita og deila þekkingu starfsmanna sem einmitt er einn angi vaxandi fagsviðs upplýsingafræðinga.


Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík