Þorgerður Magnúsdóttir, skjalastjóri Sjóvá, fer í helstu undirstöðuatriði OneNote frá Microsoft og sýnir hvernig hægt er að nota forritið til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Einnig verður farið í hvernig samnýta má Outlook og OneNote og kenndar nokkrar snjallar aðferðir til að spara sér sporin og auðvelda utanumhald daglegra verkefna í Outlook.
Fræðslufundurinn verður haldinn fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 17:00. Staðsetning verður auglýst eftir helgi.
Þeir sem eiga fartölvur með þessum forritum ættu að taka þær með þar sem það dýpkar skilning á viðfangsefninu en það er ekki skylda.
Streymt verður frá fundinum, þeir sem óska eftir tengli í streymi eru beðnir um að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12:00 á fundardag.