Aðalfundur 27. apríl 2017

Apríl 27, 2017 17:00 until Apríl 27, 2017 20:00
Flokkar: irma
Skoðað: 1590

Ágætu félagar.

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 27. apríl 2017 kl. 17. Fundurinn verður haldinn hjá Orkustofnun í salnum Afhelli á 1. hæð. 
Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur á heimasíðunni okkar.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar – (engar tillögur)
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Hjörtur Þorgilsson hjá Icepro halda erindi um Rafræna opinbera þjónustu og tengingu við verkefnið um stafræna Evrópu 2020. 

Mikil áhersla er á þróun rafrænnar opinberrar þjónustu á Íslandi og er einn þáttur í þessari þróun þátttaka landsins í samstarfsverkefni um stafræna Evrópu (Digital Europe 2020). Í þessu verkefni er lögð áhersla á að einfalda þjónustuna gagnvart notendum og fækka ónauðsynlegum heimsóknum þeirra til opinberra stofnanna. Einn af lykilþáttum til árangurs á þessu sviði er að tryggja að upplýsingar geti flætt á skilvirkan, skiljanlegan, öruggan og löglegan hátt á milli aðila. Áhersla er því lögð á að tryggja samvirkni (interoperability) á þessum sviðum og sammælast um staðla og viðmið sem byggja skal á í rafrænum samskiptum.


Léttar og ljúffengar veitingar í boði.

Bestu kveðjur,

- Stjórnin


Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík