Ágætu félagsmenn,

Nú eru kröfur vegna ársgjalds Félags um skjalastjórn árið 2014 komnar í heimabanka og greiðsluseðlar ættu að berast á næstu dögum.

Árgjaldið er stillt í hóf nú sem endranær en það er 3.500 krónur eins og síðustu ár.
Ávinningur af því að vera í félaginu er mikill, jafnt fyrir félagsmenn sjálfa sem og fagið í heild.
Við bjóðum upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá á ári hverju félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Á fræðslufundunum gefst ekki aðeins tækifæri til menntunar heldur einnig til þess að rækta tengslanet og styrkja vináttubönd yfir veitingum fyrir og eftir fund.

Með kveðju,

Félag um skjalastjórn

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík