undirritun minniÍ hádeginu í dag, þann 12 maí 2017 var stofnfundur ritrýnds, rafræns fagtímarits um skráningu, varðveislu og miðlun. Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður skrifaði á fundinum undir viljayfirlýsingu um aðild að ritinu fyrir hönd Félags um skjalastjórn. Auk hennar skrifuðu fulltrúar Upplýsingar - félags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirlýsinguna.

Gert er ráð fyrir að stofna hollvinasamtök til stuðnings tímaritinu með aðild stofnana á þessum sviðum. Fagfélögin sem verða aðilar að tímaritinu munu skipa ritstjórn sem setur sér ritstjórnarstefnu. 

Nefnd hefur unnið að undirbúningi að stofnun tímaritsins og í henni sátu eftirfarandi aðilar:

Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Kristjana Kristinsdóttir   
Njörður Sigurðsson
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Sveinn Ólafsson
Sigrún Klara Hannesdóttir

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík