Boðað er til stofnfundar nýrrar tækninefndar vegna þýðingar skjalastjórnunarstaðalsins ISO 15489-1. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, Reykjavík, 15. september næstkomandi og hefst kl. 11.
 
Íslensk þýðing á staðlinum ISO 15489-1:2016 Information and documentation -- Records management -- Part 1: Concepts and principles er að hefjast. Verkefni nefndarinnar mun felast í að yfirfara og fullvinna þýðinguna í samvinnu við Staðlaráð og þýðanda. – Fyrri útgáfa staðalsins var gefin út á íslensku hjá Staðlaráði árið 2005.
 
Þeim sem vildu taka þátt í stofnfundinum er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands, Guðrúnu Rögnvaldardóttur, gudrun@stadlar.is.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík