Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Sitting is the new smoking
 
Guðrún Reynisdóttir bókasafnsfræðingur og jógakennari fræðir okkur um skaðsemi streitu og kyrrsetu á líkama og sál og hvernig við getum notað jóga til að halda okkur í jafnvægi og ná betri árangri í vinnunni.
Við eigum það til að geyma streitu og uppsafnaðar tilfinningar á ákveðnum stöðum í líkamanum sem hefur neikvæðar líkamlegar afleiðingar. Svo er það vöðvi sálarinnar – mikilvægasti vöðvi líkamans.
Hvaða vöðvi ætli það sé og af hverju er hann svona mikilvægur? Í lokin tökum við nokkrar góðar og einfaldar jógaæfingar saman sem hægt er að gera hvenær sem er við skrifborðið til að viðhalda jafnvægi og orku.
 
Skráning (fyrir þá sem hyggjast mæta á staðinn) er hér -
http://irma.is/index.php/events/event/27-fraedhslufundur-27-september-streita-og-skadhsemi-streitu
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík