Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.
 
Elín Sigurðardóttir útskrifaðist með MIS gráðu með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum í júní síðastliðnum.
Ritgerðin hennar ber titilinn „Þetta er að fara verða einhver viðbjóður“. Rannsóknin miðaði að því að skoða upplifun stjórnenda af skjalastjórn innan fyrirtækis í ferðaþjónustu.
Elín starfar sem skjalastjóri Dómstólasýslunnar.
 
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík