Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er flestum félagsmönnum vel kunnug. Hún mun fara örstutt yfir ÍST ISO 15489 í sögulegu samhengi og gera stuttlega grein fyrir þýðingarvinnunni hérlendis hvað staðalinn varðar. Þá verður farið yfir nokkur atriði um breytingar og innihald endurskoðuðu útgáfunnar og loks komið inn á nátengda staðla; ISO/DIS 16175-1, ISO/DIS 16175-2, ISO/CD 30300 og ISO/PRF 30301, sem eru í endurskoðun, svo og ISO/TR 21946:2018 Standard on Appraisal for Managing Records.

Vonandi skapast áhugaverðar umræður um þennan mikilvæga staðal.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands sl. 19 ár en áður vann hún ásamt öðrum hjá ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingamála, Gangskör sf., í u.þ.b. 20 ár og vann með liðlega 100 fyrirtækjum og stofnunum.

Skráning (fyrir þá sem hyggjast mæta á staðinn) er hér - 
 
Skráning í streymi er hér -
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík