17. september kl. 12 – Öryggismál
Svavar Ingi Hermannsson, einn helstu sérfræðinga landsins í tölvumálum, ræðir helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim sem allir þeir sem sýsla við persónuupplýsingar þyrftu að hafa í huga í starfi sínu í dag.

15. október kl. 12 – Grisjun og grisjunarheimildir
Elín Dögg Guðjónsdóttir, skjalastjóri Akureyrarbæjar, segir okkur frá grisjunarheimildum sem Akureyrarbær hefur fengið og hvernig staðið er að grisjun þar.

19. nóvember kl. 12 – Rafhlaðan, rafrænt varðveislusafn
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, starfsmaður Landsbókasafns, fjallar um Rafhlöðuna, rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns en ábyrgðin á skilum á útgefnu efni skipulagsheilda til Landsbókasafns hvílir mjög oft á herðum skjalastjóra.

Endilega takið þessar tímasetningar frá. Allir viðburðirnir verða kynntir nánar þegar líður að skráningu.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík