Kæru ráðstefnugestir,

Nú styttist í ráðstefnu Félags um skjalastjórn sem haldin verður nk. föstudag, 13. mars.

Í ljósi þess að mörg fyrirtæki og stofnanir hafa gefið út tilmæli til síns starfsfólks að vera ekki að mæta á stóra viðburði hefur ráðstefnunefndin í samráði við stjórn félagsins ákveðið að ráðstefnan verði eingöngu send út í streymi. Við hörmum að geta ekki hitt ykkur í eigin persónu en teljum að þetta sé besta lausnin í ljósi aðstæðna.

Ráðstefnugjaldið mun einnig taka breytingum sem endurspeglar breytt fyrirkomulag. Þegar nær dregur munum við senda út hlekk á streymið.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega komið þeim á framfæri við okkur í ráðstefnunefndinni.

Með bestu kveðju, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, Hulda Bjarnadóttir og Karen Gyða Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík