Kæru félagsmenn, skráning er hafin á fræðslufund félagsins sem haldinn verður 21. nóvember 2013. Þar mun Svava Halldóra Friðgeirsdóttir flytja fyrirlestur um áhættustýringu skjala. Fræðslufundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu V-102 á fyrstu hæð. Hægt er að skrá sig hér að neðan eða hægra megin á forsíðu irmu.is, þar sem stendur viðburðir.

Skráning á fræðslufund

 

Kæru félagsmenn,

við minnum enn og aftur á að skráning á afmælisráðstefnuna "Rafræn framtíð"
stendur yfir. Skráning gengur mjög vel og stefnir í öfluga og skemmtilega
ráðstefnu. Við hvetjum félagsmenn sem eiga eftir að skrá sig að gera það sem
fyrst. En eru laus pláss en sum "spjallborðin" eru að fyllast. Skráning fer fram
á heimasíðu félagsins.

Afmælisnefnd Félags um skjalastjórn.

Mikil stemming er fyrir afmælisráðstefnunni á morgun á Hótel Nordica.
Félagsmenn hafa sýnt mikinn áhuga og það er nánast uppselt (ef einhver hefur
gleymt sér og vill vera með þá eru 3 sæti laus) Afmælisnefndin vann hörðum
höndum að því í gær að gera rafræn fundargögn tilbúin og óhætt að segja að efnið
lofar góðu. Þetta verður áhugavert, gagnvirt og auðvitað skemmtilegt. Hlökkum
til að sjá ykkur á morgun.
 
Félag um skjalastjórn
 
Afmælisnefnd

Við minnum ykkur á að taka eftirfarandi daga frá:

-Föstudagur 11. október – „Rafræn framtíð“
 Afmælisráðstefna Félags um skjalastjórn.

-Fimmtudagur 21. nóvember – Fræðslufundur, Svava
 Halldóra Friðgeirsdóttir skjalastjóri Arion banka flytur fyrirlestur um
 áhættustýringu skjala

-Föstudagur 6. desember – Hátíðarfundur vegna 25 ára
 afmælis Félags um skjalastjórn

Við viljum minna félagsmenn á að taka frá föstudaginn 6.
desember
. En þá verður sérstakur afmælisfundur á stofndegi félagsins.
Fundurinn verður haldinn seinni partinn og lofum við hátíðlegum og skemmtilegum
fundi.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík