Félag um skjalastjórn óskar félagsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með von um áhugaverð og fræðandi samskipti á nýju ári.


Skráning er hafin á jólafund félagsins sem verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember n.k. frá kl.17.00-19.00.

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Kata og svara nokkrum spurningum í kjölfarið. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Staðsetning tilkynnt síðar.

DAGUR UPPLÝSINGATÆKNINNAR 2014

"Byggjum, tengjum og tökum þátt"

27. nóvember kl. 13:00-17:00 á Grand hótel

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni hjá stjórnsýslunni. UT-dagurinn 2014 er tileinkaður þeim verkefnum sem eru í gangi skv. upplýsingatæknistefnu stjórnvalda og eru á framkvæmdastigi.

Sjá dagskrá hér

Heil og sæl

Athygli er vakin á ráðstefnu á vegum Upplýsingafræði við HÍ sem haldin verður 7. nóvember nk. í stofu 300 á 3ju hæð á Háskólatorgi. Á ráðstefnunni verða kynnt lokaverkefni nemenda í framhaldsnámi í greininni. Dagskrá verður kynnt síðar.

 

 

Skráning er hafin á jólafund félagsins sem verður haldinn í Turninum Garðatorgi (bæjarskrifstofur) í Garðabæ  fimmtudaginn 20. nóvember n.k. frá kl.16.00-19.00.

Hönnunarsafn Íslands mun byrja á því að bjóða leiðsögn um safnið kl.16.00 en á safninu eru tvær sýningar í gangi: „Ertu tilbúin frú forseti?“ og „Prýði“, sjá nánar á http://www.honnunarsafn.is/is.

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Kata og svara nokkrum spurningum í kjölfarið. Boðið verður uppá léttar veitingar.

·         Kl.16.00 mæting við Hönnunarsafn Íslands (Garðatorg 1).

·         Kl.17.00 mæting á bæjarskrifstofur Garðabæjar (Garðatorg 7).

Næg bílastæði eru í bílastæðahúsi við Garðatorg, ekið inn frá Vífilsstaðavegi úr vesturátt, einnig eru stæði á torginu sjálfu sjá á korti hér

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Ágætu félagsmenn,

Nú eru kröfur vegna ársgjalds Félags um skjalastjórn árið 2014 komnar í heimabanka og greiðsluseðlar ættu að berast á næstu dögum.

Árgjaldið er stillt í hóf nú sem endranær en það er 3.500 krónur eins og síðustu ár.
Ávinningur af því að vera í félaginu er mikill, jafnt fyrir félagsmenn sjálfa sem og fagið í heild.
Við bjóðum upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá á ári hverju félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Á fræðslufundunum gefst ekki aðeins tækifæri til menntunar heldur einnig til þess að rækta tengslanet og styrkja vináttubönd yfir veitingum fyrir og eftir fund.

Með kveðju,

Félag um skjalastjórn

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík