Ágætu félagar.
Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 29. apríl 2021 kl 15. 

Vegna covid-19 þá verður fundurinn að þessu sinni haldinn á Teams.  Hlekkur á fundinn verður sendur í gegnum fundarboð þegar nær dregur. Endilega takið tímann frá í dagatalinu ykkar

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur á heimasíðunni okkar: 
http://irma.is/index.php/events/event/58-streymi-adhalfundur-29-april-klukkan-13-a-teams

Notendur þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Stjórnin leggur til lagabreytingar:

 • Lög félagsins má finna hér:  http://irma.is/index.php/2016-05-02-14-03-09/loeg
 • 2.1 Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið.  Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.
 • Lagt er til eftirfarandi breytingu:
 • 2.1 Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, vefstjóra og meðstjórnanda. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið. Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.


Við munum nota litlar kannarnir til að samþykkja atriði fundarins.

Framboð í stjórn eru eftirfarandi:

 • Valey Jökulsdóttir býður sig fram sem formann
 • Már Einarsson býður sig fram sem varaformann og formann fræðslunefndar
 • S. Andrea Ásgeirsdóttir býður sig fram sem vefstjóra 
 • Elín Sigurðardóttir býður sig fram sem gjaldkera
 • Hulda Bjarnadóttir býðir sig fram sem ritara
 • Kristín Ósk Hlynsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.


Framboð í nefndir:

 • Óskað er eftir framboði í fræðslunefnd.
 • Skyldur ritnefndar verða færðar yfir á fræðslunefnd, vefstjóra og meðstjórnanda.


Stjórnin er næstum því fullskipuð en ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn, sendið þá póst á formann / vefstjóra.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík