Nú er ljóst að rými Þjóðskjalasafns er of lítið fyrir fræðslufundinn og því mun fyrsti fundur vorannar fara fram í stofu 201 í Árnagarði í Háskóla Íslands.

Fundurinn byrjar kl.12.00 en gestum er bent á að ekki er hægt að bjóða uppá veitingar að þessu sinni. Við bendum þó á að hægt er að mæta tímanlega og koma við í Hámu á Háskólatorgi og snæða fyrir fund.

Í ljósi þess að fræðsluerindi okkar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og fyrirvari stuttur sáum við okkur ekki fært að leigja stærri sal og  bjóða upp á veitingar.

Eins og áður hefur verið nefnt er yfirskrift fundarins „Fimm þroskastig skjalavörslu. Gagnlegt mælitæki?“  en Helga Jóna Eiríksdóttir, skjalavörður, mun kynna einkunnarskala sem hún hefur verið að þróa fyrir stofnanir um stöðu þeirra í skjalavörslu. 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík