Þá er nýr vefur Félags um skjalastjórn kominn í loftið. 

Vefurinn er enn í vinnslu og á eftir að bætast við hann næstu mánuðina. Við munum láta ykkur vita um leið og nýtt efni dettur inn. 

Skráðir félagar fá sjálfkrafa aðgang að síðunni og ættu að hafa fengið eða munu fá á næstu dögum tölvupóst um notendanafn og lykilorð. Hægt er að breyta bæði notendanafninu og lykilorðinu þegar búið er að skrá sig inn. Ef einhver hefur ekki fengið tilkynningu en telur sig vera félaga þá er ekkert mál að hafa samband og við kippum því í liðinn (vefstjori (hjá) irma.is). 

Það er von okkar að vefurinn muni nýtast félagsmönnum vel. 

Ábendingar um áhugavert og skemmtilegt efni sem gæti átt heima á vefnum eru vel þegnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík