Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 13. október kl. 12.

Kristín Ósk Hlynsdóttir, skjalastjóri hjá RANNÍS, ætlar að fjalla um skýjalausnir og Office 365.

Skjalastjórar standa nú frammi fyrir nýjum áskorunum vegna aukinnar notkunar skýjalausna en nú er einmitt verið að innleiða Office 365 skýjalausn Microsoft hjá fjölmörgum ríkisstofnunum.

Með Office 365 verður teymisvinna og skjalaumsýsla einfaldari með tólum eins og OneDrive, Teams og SharePoint. Þar með fær starfsfólk í hendurnar kærkomin tól sem einfalda fjarvinnu á tímum Covid-19.

Við innleiðinguna þurfa skjalastjórar að fá tækifæri til að koma að skipulagi og verkferlum sem eiga að gilda um upplýsingar í skýjalausnum.

Í ljósi aðstæðna, þá verður erindinu eingöngu streymt.

Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík