Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 28. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Erindið fjallar um þær breytingar sem orðið hafa í námsbraut í upplýsingafræði í kjölfar ábendinga frá Félagi um skjalastjórn.

Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, mun segja stuttlega frá vinnu rýnihóps sem kom að þróun námbrautar í upplýsingafræði og þeim ákvörðunum sem teknar voru um breytingar á kjörsviði um upplýsinga- og skjalastjórn og áhrif þeirra á námið.

Eins mun Ragna fjalla um nýlegar rannsóknir sem unnar hafa verið á sviði upplýsingafræði.

Skráning hér.

Skráning í streymi (Teams)  hér


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík