Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið. Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.
Fastar nefndir félagsins voru tvær, fræðslunefnd og ritnefnd. Ritnefnd var lögð niður á aðalfundi 2021 og skyldur ritnefndar fluttust yfir á stjórnarmenn.
Fræðslunefnd sér um að skipuleggja fræðslufundi félagsins sem eru eitt af aðalhlutverkum félagsins. Kosið er í fræðslunefndina á aðalfundum.