Um Félag um skjalastjórn

Félag um skjalastjórn var stofnað 6. desember 1988.
Markmið félagsins er að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum; ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra á milli. Félagið stendur fyrir námstefnum og fræðslufundum um ýmsa þætti skjalastjórnar. Aðild að félaginu er opin öllum þeim sem eru hlynntir markmiðum félagsins. 

Árgjald félagsins er 4000 kr.

Félag um skjalastjórn
Pósthólf 8731
128 Reykjavík      kt. 580189-2029

Stjórn og nefndir starfsárið 2022-2023

  • Stjórn

Kristín Ósk Hlynsdóttir – Formaður (formadur(hjá)irma.is)
Sandra Karen Ragnarsdóttir – Varaformaður
Elín Sigurðardóttir – Gjaldkeri (gjaldkeri(hjá)irma.is)
Hulda Bjarnadóttir – Vefstjóri (vefstjori(hjá)irma.is)
Hrafnhildur Stefánsdóttir
Klara Katrín Friðriksdóttir

 

Fræðslunefnd
Sandra Karen Ragnarsdóttir, formaður
Kristín Guðmundsdóttir
Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir

Ráðstefnunefnd
Rúnar Már Sverrisson , formaður

Andrea Ásgeirsdóttir

Hrafnhildur Stefánsdóttir

Kristjana Eyjólfsdóttir

 Óskar Þór Þráinsson

Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið.  Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.

Fastar nefndir félagsins voru tvær, fræðslunefnd og ritnefnd. Ritnefnd var lögð niður á aðalfundi 2021 og skyldur ritnefndar fluttust yfir á stjórnarmenn.

Fræðslunefnd sér um að skipuleggja fræðslufundi félagsins sem eru eitt af aðalhlutverkum félagsins. Kosið er í fræðslunefndina á aðalfundum.