Lög félagsins

1 Nafn, heimilisfang, markmið, tilgangur og aðild

1.1  Félagið heitir Félag um skjalastjórn.  Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

1.2   Markmið félagsins er að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.  Ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra í milli.

1.3  Félagar geta allir þeir orðið sem eru hlynntir markmiðum félagsins. Umsókn um aðild skal senda stjórn félagsins.  Félögum er skylt að greiða árgjald til félagsins. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni að fenginni tillögu stjórnar. Greiðsluseðlar eru sendir til félagsmanna að hausti, hafi félagi ekki greitt félagsgjald fyrir 5. janúar skal nafn hans fellt út af félagaskrá.

2 Stjórn

2.1 Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið.  Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.

 

3  Aðalfundur

3.1  Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert.  Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1.     Skýrsla stjórnar.
  2.     Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  3.     Árgjald ákveðið.
  4.     Lagabreytingar.
  5.     Kosning stjórnar
  6.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  7.     Önnur mál.

3.2  Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skuldlausir við félagið.  Aðalfundur er lögmætur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað.

3.3  Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

3.4   Á aðalfundi þarf samþykki 75% félagsmanna, sem fundinn sitja, til að breyta lögum.  Félagsmaður getur ekki falið öðrum umboð sitt á aðalfundi.

3.5  Reikningsár miðast við 1. apríl til 31. mars. 

3.6  Árgjöld félagsmanna eru óafturkræf.

4   Félagsfundur

4.1  Stjórn félagsins boðar til félagsfunda.  Félagsfundi skal boða á sama hátt og aðalfundi.  Stjórn félagsins er bundin af samþykktum félagsfundar.

4.2   Berist stjórn félagsins beiðni frá 10% félagsmanna hið minnsta um að verði félagsfundur, er henni skylt að boða til hans innan 10 daga frá því að beiðni berst.