Við hjá Félagi um skjalastjórn höldum reglulega viðburði yfir veturinn. Við miðum við að hafa fimm fræðslufundi á dagskrá, oftast í október, nóvember, janúar, febrúar og mars og höldum aðalfund okkar í apríl. 

Einnig erum við með ráðstefnu á c.a. tveggja ára fresti. Hún var síðast haldin í ágúst 2023 og er efni hennar aðgengilegt hér fyrir ofan.  

Skráning á næstu viðburði

  • Opens in a new tab
  • Opens in a new tab

35 ára afmæli félagsins

Við þökkum kærlega fyrir samveruna á 35 ára starfsafmæli Félags um skjalastjórn sem haldið var í gær 8. desember. Mikil gleði og kátína ríkti í Elliðaárdalnum og ekki síður er skemmtikrafturinn og fyrrverandi töframaðurinn Bjarni kom og kitlaði hláturtaugar afmælisgesta. Ekki er loku fyrir það skotið að einhver skjalamál hafi verið rædd og jafnvel leyst enda eru samkomur félagsins tilvaldar til að hitta sína líka, læra og miðla fróðleik og reynslu.

Á þessum tímamörkum var góður félagi, Ásgerður Kjartansdóttir, gerð að heiðursfélaga. Við þökkum Ásgerði fyrir allan þann metnað og vinnu sem hún hefur lagt af mörkum í þágu félagsins og framfara fyrir fagstéttina sem slíka, og fyrir það erum við henni ævinlega þakklát fyrir.

Fréttir

slider_01
Ganga í félagið?
Þegar meðlimur?