Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.
Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri Landsnets segir frá reynslu sinni af rafrænum skilum.
Farið verður í gegnum hvaða áskoranir mæta skjalastjóranum í umsóknarferlinu og þegar komið er að framkvæmd rafrænna skila.
Einnig verður farið í þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar einu skjalastjórnartímabili lýkur og nýtt tímabil tekur við.