27/04/2023 - 16:30
Reykjavík
Reykjavík
Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 27. apríl kl. 16:30 sem haldinn verður í sal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fremri byggingu, 105 Reykjavík.
Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins – endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur.
Athugið að notendur þurfa að vera innskráðir til að getað skráð sig á fundinn.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar – engar tillögur bárust.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.
Að loknum aðalfundarstörfum munum við fagna nýrri stjórn og liðnu starfsári með léttum veitingum.