15/11/2022 - 12:00
Reykjavík

Tengsl skjala- og gæðastjórnar

Annar fræðslufundur vetrarins verður haldinn þriðjudaginn 15. nóv. nk. kl. 12:00.

Þar ætla Ásdís og Selma, en þær eru skjalastjóri og gæðastjóri hjá Póstinum, að koma og fjalla um tengsl skjala- og gæðastjórnar. Störfin þeirra eru mjög samofin og þær ætla að lýsa samvinnu sinni nánar.

Gæðastjórinn ykkar er velkominn með á fundinn 🙂

Fræðslufundurinn er haldinn á Þjóðskjalasafni Íslands og verður boðið upp á PureDeli í hádegismat. Einnig er hægt að skrá sig í streymi.

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir hádegi 14. nóv.

 


Þú verður að vera innskráð/innskráður til að bóka