23/01/2025 - 09:00
Reykjavík
Reykjavík
Félag um skjalastjórn (IRMA) og Upplýsing hafa rætt um samstarf í fræðslumálum. Hugmyndin er að gera fundi og viðburði hvors félags sýnilegri hjá hinu og bjóða meðlimum beggja félaga aðgang að eins og kostur er.
Fyrsta skrefið er að Upplýsing býður meðlimi IRMA velkomna á morgunkorn 23. janúar um nýjan kennsluvef í upplýsingalæsi
Staðsetning: fyrirlestrarsalnum Lóni, Þjóðarbókhlöðu kl. 9:00-10:00.
Kennsluvefurinn er ætlaður fyrir nemendur á háskólastigi og alla þá sem vilja efla færni sína í upplýsingalæsi. Námskeiðið er mikilvæg viðbót við þá upplýsingalæsiskennslu sem bókasöfn veita nú þegar. Nemendur læra að leita að upplýsingum, meta þær og nota á ábyrgan hátt.
Sjá meira hér og skráningarform
https://upplysing.is/vidburdur/morgunkorn-23-januar/
Ekki er boðið upp á streymi en upptaka verður aðgengileg hér.
https://upplysing.is/morgunkorn/
Með kærri kveðju
Fræðslunefnd félags um skjalastjórn