20/11/2024 - 12:00
Reykjavík
Reykjavík
Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið á móti rafrænum gögnum í formi vörsluútgáfa frá árinu 2010. Verkefnið er í stöðugri þróun og sífellt er unnið að umbótum í skilaferlinu. Í dag vinna 5 starfsmenn við rafræn skil sem sinna bæði ráðgjöf og vinnu við frágang á vörsluútgáfum.
Í erindinu verður farið yfir sögu rafrænna skila til Þjóðskjalasafns Íslands, stöðu verkefnisins, helstu áskoranir og hvað er framundan.