Áskoranir skjalastjórans
Fjórði fræðslufundur vetrarins verður haldinn fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 09:00 – 09:45.
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir mun fjalla um tæknilegar áskoranir sem skjalastjórinn er að glíma við í starfi sínu sem og aðrar áskoranir í starfsumhverfi hans.
Eru skjalastjórar að hlaupa nógu hratt í tæknimálum, er starfsumhverfi okkar að breytast, hvaða áhrif hefur sjálfvirknivæðing á starfið okkar?
Svava Halldóra starfar sem skjalastjóri Arion banka hf. Hún hefur unnið við fagið frá árinu 1995 fyrst í Landsbanka Íslands, ANZA, Seðlabanka Íslands, Kaupþingi og í Arion banka. Svava er einnig prófdómari í upplýsingafræði við Háskóla Íslands og mun verða stundakennari við fagið næsta haust
ATH! Fundurinn er aðeins í streymi og ekki er tekið við skráningum eftir kl. 07 þann 31. mars