12/03/2025 - 12:00
Skráning í streymi á Teams
Verðmæti og verklag
12.mars 12:00-13:00
Í erindinu mun Ásgerður Kjartansdóttir miðla af reynslu sinni við að greina lykilskjöl og verðmætustu upplýsingar vinnustaða og hvað hægt er að gera til að tryggja að starfsfólk fylgi skráðu verklagi. Einnig fjallar hún um mælikvarða sem nýtast í skjala- og upplýsingastjórnun.
Ásgerður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í upplýsingastjórnun og fyrrverandi upplýsingastjóri Landsnets.
Hún er heiðursfélagi í Félagi um skjalastjórn.
Fundurinn verður líka sendur í streymi – hlekkur verður sendur deginum áður