Fróðleikur

Hvað gerir skjalastjóri

Skjalastjóri ber ábyrgð á því að farið sé að gildandi lögum og reglum um skjalavistun opinberra aðila og sveitarfélaga við vörslu og meðhöndlun skjala hjá. Hann hefur umsjón með skjalasöfnum allra sviða starfseminnar og er kerfisstjóri skjalavistunarkerfis. Skjalastjóri sér um mótun og viðhald á verklagsreglum um meðferð og vistun skjala. Skjalastjóri sér um aðstoð við innri og ytri notendur.

Nám

Þeir sem starfa sem skjalastjórar eða við skjalavörslu eru oft bókasafns- og upplýsingafræðingar eða sagnfræðingar. Hér eru upplýsingar um helstu námsleiðir sem boðið er upp á hafi fólk áhuga á að starfa við eitthvað tengt skjalamálum.

Upplýsingafræði

Boðið er upp á nám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, hægt er að velja á milli eftirfarandi námsleiða:

MA náms, sem er einstaklingsbundið rannsóknartengt nám til MA-gráðu og er einungis ætlað þeim nemendum sem hafa lokið BA-prófi með bókasafns- og upplýsingafræði eða upplýsingafræði sem aðalgrein.

MIS nám, Meistaranám í upplýsingafræði er fyrir þá sem hyggjast starfa sem upplýsingafræðingar/og eða skjalastjórar. MIS-námið er einungis ætlað þeim sem hafa lokið háskólagráðu í annarri grein en upplýsingafræði (BA, BSc, BEd eða sambærilegu próf) með fyrstu einkunn.

Diplómanám, viðbótardiplómanám í upplýsingafræði sem er 30e hlutanám sem ljúka má á einu háskólaári. Inntökuskilyrði er BA, BS, BE.d-próf eða sambærileg próf.

Sjá frekari kynningu á náminu á vef háskóla Íslands: 

Upplýsingafræði, MA
Upplýsingafræði, MIS
Upplýsingafræði, viðbótardiplóma

Hagnýt skjalfræði

Diplóma í hagnýtri skjalfræði er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þá sem lokið hafa bakkalárprófi í einhverri grein. Námið er ætlað nemendum sem hafa áhuga á að vinna við skjalavörslu, hvort sem er hjá opinberri stofnun, opinberu skjalasafni eða fyrirtæki.

Fengið af vef háskóla Íslands: 
Hagnýt skjalfræði, viðbótardiplóma

Opinber stjórnsýsla

Nám í opinberri stjórnsýslu greiðir þér leið og styrkir þig í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum. Þar kynnist þú fólki með ólíka menntun og starfsreynslu sem á það sameiginlegt að vilja efla fræðilega og hagnýta þekkingu sína á sviði stjórnunar innan hins opinbera eða á sviðum sem því tengjast.

Fengið af vef háskóla Íslands: 
Opinber stjórnsýsla, MPA
Opinber stjórnsýsla, viðbótardiplóma

Upplýsingar