Um Félag um skjalastjórn

Félag um skjalastjórn var stofnað 6. desember 1988.
Markmið félagsins er að efla þekkingu og skilning á upplýsinga- og skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum; ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við upplýsinga- og skjalastjórn og stuðla að samvinnu þeirra á milli. 

Félagið stendur fyrir námstefnum og fræðslufundum um ýmsa þætti skjalastjórnar. Aðild að félaginu er opin öllum þeim sem eru hlynntir markmiðum félagsins. 

Árgjald félagsins er 4000 kr.

Félag um skjalastjórn
Pósthólf 8731
128 Reykjavík      kt. 580189-2029

Stjórn og nefndir starfsárið 2024-2025

Stjórn

Berglind Norðfjörð Gísladóttir, formaður
Jóhann V. Gíslason, varaformaður

Olga Sigurðardóttir, gjaldkeri (gjaldkeri(hjá)irma.is)
Sandra Karen Ragnarsdóttir, vefstjóri (vefstjori(hjá)irma.is)
Daldís Ýr Guðmundsdóttir, ritari
Kristín Ósk Hlynsdóttir, meðstjórnandi

Fræðslunefnd

  • Jóhann V. Gíslason
  • Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir
  • Sif Sigurðardóttir

Stjórn félagsins skal skipuð sex félagsmönnum; formanni, varaformanni, sem jafnframt er formaður fræðslunefndar, ritara, gjaldkera, vefstjóra og meðstjórnanda.  Stjórnin skal kosin á aðalfundi, formaður og varaformaður eru kosnir sérstaklega og til tveggja ára í senn. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið. Enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár samfellt

Heiðursfélagar Félags um skjalastjórn

Guðrún Gísladóttir

Kristín Pétursdóttir – Gerð heiðursfélagi á 15 ára afmælisári félagsins 4. desember 2003

Jóhanna Gunnlaugsdóttir – Gerð heiðursfélagi á 20 ára afmælisfagnaði félagsins 5. desember 2008

Kristín Ólafsdóttir – Gerð heiðursfélagi á afmælisfagnaði félagsins 21. nóvember 2014

Svanhildur Bogadóttir – Gerð heiðursfélagi á afmælisfagnaði félagsinsins 21. nóvember 2014

Kristín Geirsdóttir – Gerð heiðursfélagi á Aðalfundi félagsins 29. apríl 2015

Ragnhildur Bragadóttir – Gerð heiðursfélagi á Aðalfundi félagsins 29. apríl 2015

Stefanía Júlíusdóttir – Gerð heiðursfélagi á jólafundi félagsins 3. desember 2015

Ásgerður Kjartansdóttir – Gerð heiðursfélagi á afmælisfundi félagsins 8. desember 2023