Fræðslufundur Félags um skjalastjórn var haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er flestum félagsmönnum vel kunnug. Hún fór yfir ÍST ISO 15489 í sögulegu samhengi og gerði stuttlega grein fyrir þýðingarvinnunni hérlendis hvað staðalinn varðar. Hún fór einnig yfir nokkur atriði um breytingar og innihald endurskoðuðu útgáfunnar og kom loks inn á nátengda staðla; ISO/DIS 16175-1, ISO/DIS 16175-2, ISO/CD 30300 og ISO/PRF 30301, sem voru í endurskoðun, svo og ISO/TR 21946:2018 Standard on Appraisal for Managing Records.
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands sl. 19 ár en áður vann hún ásamt öðrum hjá ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingamála, Gangskör sf., í u.þ.b. 20 ár og vann með liðlega 100 fyrirtækjum og stofnunum.
Því miður tókst myndbandsupptakan ekki en hljóðupptakan er aðgengileg.