Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn miðvikudaginn 26. janúar kl. klukkan 12. Sökum aðstæða í þjóðfélaginu verður fundinum eingöngu streymt í gegnum Teams.
Ragnheiður Aradóttir eigandi þjálfurnarfyrirtækisins PROTraining og PROCoaching markþjálfunar mun halda skemmtilegan fyrirlestur um hugarfar.
Hugarfar grósku – skapandi hugsun
“Hugsanir hafa mikil áhrif á hvað við gerum í lífinu og þar með má segja að hugarfar okkar móti lífið” – Dweck
Við höfum val um hugarfar og hugarfar grósku hjálpar okkur að takast á við áskoranir í síbreytilegu umhverfi. Að læra að hugsa á grænu ljósi – sem þýðir að allt er mögulegt á þeim tímapunkti og allar hugmyndir eru góðar hugmyndir. “Ef það er vilji þá er leið”. Að læra að virkja og nýta sköpunarkraftinn og hugsa alltaf; á hvaða hátt get ég..?- Á hvaða hátt getum við..? Skapandi hugsun sem tekur burt takmarkanir byggðar á því sem var og því sem er. Að þora að fara upp úr hjólfarinu “the power of habit” og út fyrir þægindahringinn, taka ígrundaða áhættu og koma fram með djarfar lausnir.
Að “sleppa okkur lausum” og skilja betur hver við erum og hvað drífur okkur áfram. Útkoman gæti mögulega verið það sem til þarf til bætingar, þróunar og jafnvel umbreytingar. Það eru takmarkalausir möguleikar með skapandi liðsheild!
Ragnheiður Aradóttir umbreytinga-, teymis og leiðtogamarkþjálfi er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining sem býður upp á námskeið, vinnustofur, ráðgjöf og fyrirlestra og eigandi PROcoaching markþjálfunar. Hún hefur áratuga reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 10.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Sem stjórnendamarkþjálfi hefur Ragnheiður mörg þúsund tíma að baki og markþjálfar fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og yfir 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum og er m.a. varaformaður FKA og fyrrverandi formaður ICF Iceland. Ásamt samstarfsaðila sínum rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum – ná fram þessu extra! Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum.
Hennar mottó er því
Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður
Athugið að félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á fundinn.