You are currently viewing Fræðslufundur 30. okt. 2018. “Þetta er að fara að verða einhver viðbjóður”

Fræðslufundur 30. okt. 2018. “Þetta er að fara að verða einhver viðbjóður”

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Elín Sigurðardóttir útskrifaðist með MIS gráðu með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum í júní síðastliðnum.
Ritgerðin hennar ber titilinn „Þetta er að fara verða einhver viðbjóður“. Rannsóknin miðaði að því að skoða upplifun stjórnenda af skjalastjórn innan fyrirtækis í ferðaþjónustu.
Elín starfar sem skjalastjóri Dómstólasýslunnar.

Því miður tókst myndbandsupptakan ekki.