Gunnhildur Manfreðsdóttir, ráðgjafi hjá Azazo, fjallaði um heildarstjórnun á gögnum/upplýsingum fyrirtækja og þær mismunandi aðferðir og hlutverk sem hafa verið að myndast í kringum heildarstjórnun á gögnum fyrirtækja bæði erlendis og hér heima. Farið var yfir hlutverk Chief Data Officer, Master Data Manager og upplýsingastjórnunar. Fjörlegar umræður voru um þessi hlutverk og vangaveltur um stöðu upplýsingafræðinga og framtíðina.