Fræðslufundur 15. nóvember 2022 – Tengsl skjala- og gæðastjórnar

Fræðslufundur Félags um skjalastjórn var haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2022.

Góð mæting var á fundinn, um 50 manns sem komu í hús og um 25 sem fylgdust með í streymi. Upptakan er aðgengileg hér að neðan.

Ásdís og Selma, sem eru skjalastjóri og gæðastjóri hjá Póstinum, fjölluðu um tengsl skjala- og gæðastjórnar. Störfin þeirra eru mjög samofin og þær lýstu samvinnu sinni nánar.