You are currently viewing Fræðslufundur 22. febrúar 2018 – Nýju persónuverndarlögin og rétturinn til að gleymast

Fræðslufundur 22. febrúar 2018 – Nýju persónuverndarlögin og rétturinn til að gleymast

Á fræðslufundi Félags um skjalastjórn sem haldinn var fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12 Þjóðskjalasafni Íslands fjallaði Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri hjá Landsneti um nýju persónuverndarlögin og áskoranir tengdar upplýsinga- og skjalastjórn í tengslum við þau, ásamt því að kynna fyrir okkur vegferð Landsnets við innleiðingu í kjölfar komu þessarra nýju laga.

Glærur Ásgerðar

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Þjóðskjalasafni fjallaði um réttinn til að gleymast og fór yfir áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á skjalasöfn afhendingaskyldra aðila.

Glærur Njarðar

Fræðslufundurinn var afar vel sóttur, en færri komust að en vildu í sal Þjóðskjalasafns og fylgdust fjölmargir með í streymi.