Fræðslufundur 22. september 2016 – Ný persónuverndarlög

Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd kynnti breytingar á persónuverndarlögum. Persónuvernd hefur verið mikið í umræðunni undanfarið enda hafa tækniframfarir í stafrænu upplýsingasamfélagi umbylt því á hvaða hátt unnið er með persónuupplýsingar, af hverjum og í hvaða tilgangi. Rafræn skráning ásamt þeirri gríðarlegu upplýsingavinnslu sem hér um ræðir ógnar friðhelgi einstaklinga og vernd persónuupplýsinga. Framundan er umfangsmesta breyting sem gerð hefur verið á evrópskum, og þ.a.l. íslenskum persónuverndarlögum í áratugi. Í erindinu var leitast við að gefa praktíska yfirsýn yfir þær breytingar sem framundan eru, þ.á m. nýjar og auknar skyldur fyrirtækja og stofnana í persónuverndarmálum og fyrirhugaðar breytingar á sektarheimildum og eftirliti persónuverndarstofnana. 

Glærur