Fræðslufundur 30. mars 2017 – Verkefnastjórnun í OneNote og Outlook

Þorgerður Magnúsdóttir, skjalastjóri Sjóvá, fór í helstu undirstöðuatriði OneNote frá Microsoft og sýndi hvernig hægt væri að nota nota forritið til að halda utan um og skipuleggja verkefni. Einnig var farið yfir hvernig samnýta má Outlook og OneNote og kenndar nokkrar snjallar aðferðir til að spara sér sporin og auðvelda utanumhald daglegra verkefna í Outlook.