Kæru félagsmenn,

Okkur er ánægja að tilkynna ykkur að þann 17. apríl næstkomandi mun félagið halda ráðstefnu á Hótel Nordica. Endilega takið allan daginn frá og njótið með okkur. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar og að venju verður verði stillt í hóf.

Bestu kveðjur,

Stjórn Félags um skjalastjórn.

Ráðstefnan" Fjölbreytt ásýnd skjalastjórnar"er haldin á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Ráðstefnan hefst á erindum sem öll tengjast skjalastjórn með ólíkum hætti. Eftir hádegi fá ráðstefnugestir tækifæri til að taka þátt í umræðum í svokölluðu opnu rými. Sjá nánari útskýringu á opnu rými hér

Fundarstjóri er Kristjana N. Jónsdóttir ráðgjafi hjá Azazo.

Upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna má finna hér


Dagskrá

kl. 08:30 - Skráning.

kl. 09:00 - Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, flytur ávarp.

kl. 09:10 - Kristjana N. Jónsdóttir kynnir rafræn skil í framkvæmd. 360 gráðu umfjöllun um rafræn skil hjá öllum þeim sem hafa með þau að gera.

kl. 09:15 - S. Andrea Ásgeirsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.
                „Varðveisla rafrænna mála- og skjalavörslukerfa"

kl. 09:35 - Lísa Björg Ingvarsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hugviti.
                 „GoPro-Veigamikill þáttur í rafrænum skilum"

kl. 09:55- Guðrún Birna Guðmundsdóttir, skjalastjóri hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
               „Rafræn skil – Hvernig gerir maður þetta? Sjónarhorn skjalastjórans"

kl. 10:10 - Kaffihlé

kl. 10:40 - Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
                „Lög um opinber skjalasöfn og reynslan af þeim"

kl. 11:05 - Daldís Ýr Guðmundsdóttir, sérfræðingur í skjalastjórn hjá Landsbankanum.
                „The Principles – Sverð og skjöldur skjalastjórans: Skref fyrir skref í átt að árangursríkri upplýsingastjórnun. 
                  Þroskamódel ARMA international notað til að meta stöðu    skipulagsheilda.

kl. 11:30 - Ingigerður Guðmundsdóttir, gæða- og öryggisstjóri hjá Sjóvá.
               „Tengsl gæðastjórnunar, skjalastjórnar og straumlínustjórnunar"

kl. 11:55 - Hádegisverður á Vox

kl. 12:55 - Hvað liggur þér á hjarta?
                Laufey Ása Bjarnadóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Azazo.
                „Opið rými – Open Space Technology"

kl. 15:00 - Léttar veitingar í Vox Lounge

kl. 15:20 - Ari Eldjárn skemmtir ráðstefnugestum

 

Kæru félagsmenn,
Við minnum þá sem eiga eftir að greiða félagsgjaldið að gera það sem fyrst. Athygli er vakin á því að fræðslufundir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og því mikilvægt að félagsgjöld séu greidd, þannig getum við haldið áfram að bjóða upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá.


Bestu kveðjur,

Sjtórn Félags um skjalastjórn.

Stjórninni var tilkynnt um endurskoðun á reglum Þjóðskjalasafns Íslands vegna nýrra laga um opinber skjalasöfn. Stjórnin mun lesa reglurnar yfir og koma með athugasemdir ef einhverjar eru. Öllum er frjálst að koma með athugasemdir við reglunar óski þeir þess.

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar endurskoðaðar reglur um málalykla (nr. 622/2010), skjalavistunaráætlanir (nr. 623/2010) og um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala (nr. 1065/2010) afhendingarskyld...ra aðila.

Frestur til að skila inn umsögn við reglurnar er til og með 9. mars 2015. Umsagnir og fyrirspurnir skal senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Drög að endurskoðuðum reglum ásamt greinargerðum um breytingar er að finna á vef Þjóðskjalasafns: http://skjalasafn.is/fret…/endurskodadar_reglur_til_umsagnarNú er ljóst að rými Þjóðskjalasafns er of lítið fyrir fræðslufundinn og því mun fyrsti fundur vorannar fara fram í stofu 201 í Árnagarði í Háskóla Íslands.

Fundurinn byrjar kl.12.00 en gestum er bent á að ekki er hægt að bjóða uppá veitingar að þessu sinni. Við bendum þó á að hægt er að mæta tímanlega og koma við í Hámu á Háskólatorgi og snæða fyrir fund.

Í ljósi þess að fræðsluerindi okkar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og fyrirvari stuttur sáum við okkur ekki fært að leigja stærri sal og  bjóða upp á veitingar.

Eins og áður hefur verið nefnt er yfirskrift fundarins „Fimm þroskastig skjalavörslu. Gagnlegt mælitæki?“  en Helga Jóna Eiríksdóttir, skjalavörður, mun kynna einkunnarskala sem hún hefur verið að þróa fyrir stofnanir um stöðu þeirra í skjalavörslu. 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík