Kæru
félagsmenn,

Eins og áður hefur verið kynnt verður
afmælisráðstefna félagsins þann 11. október n.k. á Hótel Nordica. Verið er að
leggja lokahönd á dagskrána. Skráning hefst í næstu viku og verður
auglýst sérstaklega. Vakin er athygli á að sætaframboð er takmarkað og því
mikilvægt að skrá sig tímanlega. Ráðstefnan verður allan daginn, fyrir hádegi
verða umræðuborð og eftir hádegi áhugverðir fyrirlestrar. Ráðstefnan er einungis
fyrir félagsmenn. Hægt er að gerast félagsmaður með því að skrá sig á vefsíðu
félagsins hér
 
Félag um skjalastjórn
Afmælisnefnd

Hvetjum félagsmenn til að "líka við" facebook síðu félagsins.....Sjá hér

Faghópur um gæðastjórnun boðar til morgunfundar sem ber yfirskriftina „Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga“. Fyrirlesarar eru þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus.

Sjá betur hér

 

Minnum félagsmenn afmælisráðstefnuna sem verður þann 11.
október.  Takið daginn frá.

Ágæti viðtakandi

Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst námskeið fyrir veturinn
2013-2014. Að þessu sinni verða alls 14 námskeið í boði, sjö á haustmisseri og
sjö á vormisseri. Hvert námskeið verður annars vegar kennt fyrir áramót og hins
vegar eftir áramót og því geta þátttakendur valið þann tíma sem hentar þeim
best.

Í boði verða námskeið um alla helstu þætti í skjalavörslu
stofnana, m.a. um frágang pappírsskjalasafna, gerð málalykils og skráningu mála,
tilkynningu rafrænna kerfa, afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns,
skjalavistunaráætlun og hvernig skuli bæta skjalavörslu stofnana. Nýtt námskeið
verður um grisjun skjala og einnig nýtt námskeið um skipulag og varðveislu
rafrænna gagna.

Upplýsingar um námskeiðin, skráningu og námskeiðsgjald er að
finna hér: http://skjalasafn.is/namskeid

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík