Stjórn
- Berglind Norðfjörð Gísladóttir, formaður
- Jóhann Gíslason, varaformaður
- Olga Sigurðardóttir
- Halldóra Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Guðrún Lilja Kvaran
Fræðslunefnd
- Jóhann Gíslason, formaður fræðslunefndar
- Sigurlaug Rósa Guðjónsdóttir
Skoðunarmenn reikninga
- Valey Jökulsdóttir
- Þorgerður Magnúsdóttir
Lagabreytingar
Stjórn lagði til að nafni félagsins verði breytt í Félag um upplýsingastjórn. Farið var í stuttu máli yfir greinargerð vinnuhóps um nafnabreytingu sem skipaður var síðastliðið haust. Tillaga var samþykkt einróma.
Samþykkt var að hækka árgjald í 5.500 kr.
Önnur mál
Efling fræðslu. Rætt var óformlega um hvernig stjórn félagsins geti bætt fræðslu og stuðlað að fjölbreytni í fræðslufyrirkomulagi. Hugmynd kom upp um að senda út könnun til félagsfólks varðandi hug þeirra til ráðstefnu og fræðsluerinda. Fram kom að illa hefur gengið að fá félagsfólk til að svara slíkum könnunum en engu að síður ástæða til að prófa það í haust.
Eftir að aðalfundi var slitið var Helga Jóhannsdóttir hjá Stefnumótun og ferlum í Landsbankanum með erindi um fólk og breytingastjórnun sem lukkaðist vel og vakti ánægju viðstaddra.