You are currently viewing Þetta þarftu að vita – ráðstefnunni er frestað fram á haust 

Þetta þarftu að vita – ráðstefnunni er frestað fram á haust 

Ráðstefnunefnd og stjórn Félags um skjalastjórn (IRMA) hefur tekið þá ákvörðun að fresta fyrirhugaðri ráðstefnu sem átti að fara fram 2. mars 2023. Ástæðan er óvissa á vinnumarkaði sem hefur bein áhrif á ráðstefnuhald, ferðir og gistingu erlendra fyrirlesara og almennt á gæði og upplifun ráðstefnunnar. Ráðstefna Félags um skjalastjórn verður þess í stað haldin fimmtudaginn 31. ágúst 2023 næstkomandi með pompi og prakt með nær óbreyttri dagskrá.  

Skráning á ráðstefnuna heldur áfram fram á haust og verða núverandi skráningar fluttar á nýja dagsetningu nema annars sé óskað.