You are currently viewing Þetta þarftu að vita! Verðmætin liggja í upplýsingum

Þetta þarftu að vita! Verðmætin liggja í upplýsingum

Við viljum minna félagsmenn rétt fyrir sumarfrí á stóru haustráðstefnu félagsins Þetta þarftu að vita! Verðmætin liggja í upplýsingum! sem haldin verður 31.ágúst á Hilton Nordica. 

Ráðstefnan tekur á einu stærsta umfjöllunarefni samtímans, stjórnkerfi upplýsinga (Information Governance). Á ráðstefnunni munu þrír erlendir fyrirlesarar fjalla um málefnið frá mismunandi hliðum, allt frá stefnumótun niður í notkun gervigreindar við flokkun upplýsinga og veita okkur dýrmæta innsýn til að byrja nýjan vetur í upplýsingastjórnun. Einnig eru á dagskrá innlendir sérfræðingar sem veita okkur frekari innsýn í sína þekkingu, reynslu og umhverfi. Ráðstefnan verður sérlega gagnleg fyrir alla þá sérfræðinga sem koma að upplýsingastjórnun hvort sem það varðar gagnastýringu, skjalastjórnun, persónuvernd, upplýsingaöryggi, stjórnsýslu eða stjórnun.

Verð ráðstefnunnar hefur verið stillt í hóf til að gera sem flestum kleift að komast en við bendum á að ráðstefnan er einnig styrkhæf hjá stéttarfélögum. Félagsmönnum býst afsláttur af skráningargjaldi, afsláttarkóði mun berast með fréttabréfi félagsins.

Nánari upplýsingar um efni ráðstefnunnar má finna hér: https://radstefna.irma.is/dagskra og hægt er að skrá sig á tix.is hér: https://tix.is/is/event/14892/-etta-arftu-a-vita-ver-m-tin-liggja-i-upplysingunum/

Við óskum sérstaklega eftir aðstoð félagsmanna við að kynna ráðstefnuna með því að deila upplýsingum um hana á samfélagsmiðlum og vinnustöðum.

– Ráðstefnunefndin