Kæru félagsmenn, skráning er hafin á fræðslufund félagsins sem haldinn verður 16. janúar. Þar mun Magnea Davíðsdóttir flytja fyrirlestur um skjala- og breytingastjórnun. Staðsetning fundarins verður auglýst síðar. Hægt er að skrá sig hér að neðan eða hægra megin á forsíðu irma.is þar sem stendur "Á döfinni".

Skráning á fræðslufund

Við í stjórn Félags um skjalastjórn erum mjög stolt að hafa fengið boð um að mæta á fund í Allsherjar- og menntanefnd og gera grein fyrir athugasemdum okkar við frumvarp um opinber skjalasöfn. Fundurinn var í gær og gekk vel. Nú vonum við innilega að tillit verður tekið til þess að félagsmenn fái að velja einn úr sínum röðum til setu í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands.

Næsti fræðslufundur verður 3. apríl 2014 milli klukkan 11:45-13:00 í Landsbókasafninu. Þar mun Hugrún sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu fjalla um rafrænar undirskriftir og virkni þeirra. Á fræðslufundinum ætlar Hugrún að fara yfir þær fréttir að ráðherrar séu farnir að skrifa undir skjöl með símunum sínum. Fjalla um hvað þurfi til og hvort þessar undirritanir gildi fyrir lögum? Einnig verður sýnt fram á hvernig rafrænum skilríkjum er beitt til að framkvæma þessar undirritanir og hvernig undirrituð skjöl líta út.

Athugið að félagsmönnum er velkomið að taka með sér gesti á þennan síðasta fræðslufund vetrarins.....við biðjum ykkur að haka við "Fjöldi gesta" þegar þið skráið ykkur.

Til að skrá sig er farið hingað inn

Bestu kveðjur,

Félag um skjalastjórn

 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík