Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Hvernig styður verkefnastofa um stafrænt Ísland við stafræna þróun hins opinbera?

Fjóla María Ágústsdóttir er sérfræðingur innan verkefnastofu Stafrænt Ísland. Hún vinnur að vöru og -þjónustuhönnun í stafrænni umbreytingu. 

Skráning hér.

Skráning í streymi hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er flestum félagsmönnum vel kunnug. Hún mun fara örstutt yfir ÍST ISO 15489 í sögulegu samhengi og gera stuttlega grein fyrir þýðingarvinnunni hérlendis hvað staðalinn varðar. Þá verður farið yfir nokkur atriði um breytingar og innihald endurskoðuðu útgáfunnar og loks komið inn á nátengda staðla; ISO/DIS 16175-1, ISO/DIS 16175-2, ISO/CD 30300 og ISO/PRF 30301, sem eru í endurskoðun, svo og ISO/TR 21946:2018 Standard on Appraisal for Managing Records.

Vonandi skapast áhugaverðar umræður um þennan mikilvæga staðal.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum hjá skipulagsheildum. Hún hefur starfað við Háskóla Íslands sl. 19 ár en áður vann hún ásamt öðrum hjá ráðgjafarfyrirtæki á sviði upplýsingamála, Gangskör sf., í u.þ.b. 20 ár og vann með liðlega 100 fyrirtækjum og stofnunum.

Skráning (fyrir þá sem hyggjast mæta á staðinn) er hér - 
 
Skráning í streymi er hér -
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri Landsnets segir frá reynslu sinni af rafrænum skilum.
Farið verður í gegnum hvaða áskoranir mæta skjalastjóranum í umsóknarferlinu og þegar komið er að framkvæmd rafrænna skila.
Einnig verður farið í þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar einu skjalastjórnartímabili lýkur og nýtt tímabil tekur við.

Skráning hér

Skráning í streymi hér

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.
 
Elín Sigurðardóttir útskrifaðist með MIS gráðu með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum í júní síðastliðnum.
Ritgerðin hennar ber titilinn „Þetta er að fara verða einhver viðbjóður“. Rannsóknin miðaði að því að skoða upplifun stjórnenda af skjalastjórn innan fyrirtækis í ferðaþjónustu.
Elín starfar sem skjalastjóri Dómstólasýslunnar.
 
 
ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 17 í Þjóðskjalasafni Íslands.
Þetta er áramótafundur sem kemur í stað jólafundarins.

Charlotte Åström ætlar að segja okkur frá stafrænni stefnumótun. Stöðug tækniþróun og ör upptaka notenda á nýrri tækni hefur gjörbreytt heiminum og samkeppnisumhverfi fyrirtækja og stofnana. Nauðsynlegt er að aðilar geti þróast hraðar og komið á móts við breyttar kröfur samfélagsins um upplifun og þjónustu.

Skráning hér

Skráning í streymi hér, fyrirlesturinn verður ekki vistaður á vef félags um skjalastjórn.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Guðrún Reynisdóttir bókasafnsfræðingur og jógakennari fræðir okkur um skaðsemi streitu og kyrrsetu á líkama og sál og hvernig við getum notað jóga til að halda okkur í jafnvægi og ná betri árangri í vinnunni.
Við eigum það til að geyma streitu og uppsafnaðar tilfinningar á ákveðnum stöðum í líkamanum sem hefur neikvæðar líkamlegar afleiðingar. Svo er það vöðvi sálarinnar – mikilvægasti vöðvi líkamans.
Hvaða vöðvi ætli það sé og af hverju er hann svona mikilvægur? Í lokin tökum við nokkrar góðar og einfaldar jógaæfingar saman sem hægt er að gera hvenær sem er við skrifborðið til að viðhalda jafnvægi og orku.

 Skráning hér http://irma.is/index.php/events/event/27-fraedhslufundur-27-september-streita-og-skadhsemi-streitu

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík