Boðað er til stofnfundar nýrrar tækninefndar vegna þýðingar skjalastjórnunarstaðalsins ISO 15489-1. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, Reykjavík, 15. september næstkomandi og hefst kl. 11.
 
Íslensk þýðing á staðlinum ISO 15489-1:2016 Information and documentation -- Records management -- Part 1: Concepts and principles er að hefjast. Verkefni nefndarinnar mun felast í að yfirfara og fullvinna þýðinguna í samvinnu við Staðlaráð og þýðanda. – Fyrri útgáfa staðalsins var gefin út á íslensku hjá Staðlaráði árið 2005.
 
Þeim sem vildu taka þátt í stofnfundinum er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands, Guðrúnu Rögnvaldardóttur, gudrun@stadlar.is.

undirritun minniÍ hádeginu í dag, þann 12 maí 2017 var stofnfundur ritrýnds, rafræns fagtímarits um skráningu, varðveislu og miðlun. Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður skrifaði á fundinum undir viljayfirlýsingu um aðild að ritinu fyrir hönd Félags um skjalastjórn. Auk hennar skrifuðu fulltrúar Upplýsingar - félags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirlýsinguna.

Gert er ráð fyrir að stofna hollvinasamtök til stuðnings tímaritinu með aðild stofnana á þessum sviðum. Fagfélögin sem verða aðilar að tímaritinu munu skipa ritstjórn sem setur sér ritstjórnarstefnu. 

Nefnd hefur unnið að undirbúningi að stofnun tímaritsins og í henni sátu eftirfarandi aðilar:

Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Kristjana Kristinsdóttir   
Njörður Sigurðsson
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Sveinn Ólafsson
Sigrún Klara Hannesdóttir

Aðalfundur Félags um skjalastjórn fyrir starfsárið 2016 – 2017 var haldinn þann 27. apríl 2017.

Fundurinn fór fram í húsnæði Orkustofnunar að Grensásvegi 9 í Reykjavík og voru um 14 félagsmenn mættir.

Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður félagsins setti fundinn og tilnefndi Ingibjörgu Þráinsdóttur sem fundarstjóra og samþykkti fundurinn þá tillögu. Erna Björg Smáradóttir var fundarritari.

Fundurinn hófst á skýrslu stjórnar, sem Kristjana Nanna, formaður félagsins flutti. Þar næst flutti Hrafnhildur Stefánsdóttir formaður fræðslunefndar, skýrslu fræðslunefndar og Erna Björg Smáradóttir, formaður ritnefndar flutti skýrslu ritnefndar.

Árni Jóhannesson fór yfir ársreikninga félagsins og voru þeir síðan bornir undir aðalfundinn og samþykktir.

Lagt var til að félagsgjöld yrðu óbreytt og var það samþykkt einróma.

Því næst fór fram stjórnarkjör en eftirfarandi voru kosnir í stjórn,

 • Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður
 • Hrafnhildur Stefánsdóttir, varaformaður
 • Lísbet Kristinsdóttir
 • Erna Björg Smáradóttir
 • Árni Jóhannesson
 • Sara Halldórsdóttir

Ritnefnd

 • Karen Gyða Guðmundsdóttir
 • Auður Halldórsdóttir

Fræðslunefnd

 • Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir
 • Kristjana Eyjólfsdóttir
 • Eygló Hulda Valdimarsdóttir

Skoðunarmenn reikninga:

 • Dagrún Ellen Árnadóttir
 • Ingibjög  Sverrisdóttir

Nálgast má skýrslur stjórnar- og nefnda ásamt fundargerð undir Um félagið -> Aðalfundir, hér á heimasíðu félagsins.

Er fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum þakkað kærlega fyrir sitt framlag og nýir aðilar boðnir velkomnir til starfa.

Að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum fengum við góðan gest, Hjört  Þorgilsson hjá Icepro sem hélt fyrir okkur erindi um Rafræna opinbera þjónustu og tengingu við verkefnið um stafræna Evrópu 2020. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir afar áhugavert erindi.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík