Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 15. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Elín Dögg Guðjónsdóttir, skjalastjóri Akureyrarbæjar, segir okkur frá grisjunarheimildum sem Akureyrarbær hefur fengið og hvernig staðið er að grisjun þar.

Skráning hér.
Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

 

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Hvernig styður verkefnastofa um stafrænt Ísland við stafræna þróun hins opinbera?

Fjóla María Ágústsdóttir er sérfræðingur innan verkefnastofu Stafrænt Ísland. Hún vinnur að vöru og -þjónustuhönnun í stafrænni umbreytingu. 

Skráning hér.

Skráning í streymi hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

17. september kl. 12 – Öryggismál
Svavar Ingi Hermannsson, einn helstu sérfræðinga landsins í tölvumálum, ræðir helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim sem allir þeir sem sýsla við persónuupplýsingar þyrftu að hafa í huga í starfi sínu í dag.

15. október kl. 12 – Grisjun og grisjunarheimildir
Elín Dögg Guðjónsdóttir, skjalastjóri Akureyrarbæjar, segir okkur frá grisjunarheimildum sem Akureyrarbær hefur fengið og hvernig staðið er að grisjun þar.

19. nóvember kl. 12 – Rafhlaðan, rafrænt varðveislusafn
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, starfsmaður Landsbókasafns, fjallar um Rafhlöðuna, rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns en ábyrgðin á skilum á útgefnu efni skipulagsheilda til Landsbókasafns hvílir mjög oft á herðum skjalastjóra.

Endilega takið þessar tímasetningar frá. Allir viðburðirnir verða kynntir nánar þegar líður að skráningu.

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri Landsnets segir frá reynslu sinni af rafrænum skilum.
Farið verður í gegnum hvaða áskoranir mæta skjalastjóranum í umsóknarferlinu og þegar komið er að framkvæmd rafrænna skila.
Einnig verður farið í þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar einu skjalastjórnartímabili lýkur og nýtt tímabil tekur við.

Skráning hér

Skráning í streymi hér

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Ágætu félagar.

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 2.maí 2019 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162 -  3. hæð.
Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur.

Skráning á aðalfund hér.

Athugið að notendur þurfa að vera innskráðir til að getað skráð sig á fundinn.


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar – sjá tillögu frá stjórn hér að neðan.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Valey Jökulsdóttir meðstjórnandi í stjórn Félags um skjalastjórn kynna niðurstöður launakönnunar félagsins sem framkvæmd var í byrjun árs 2019.

Stjórn Félags um skjalastjórn leggur til eftirfarandi tillögu að lagabreytingu.

Grein 1.3. er nú eftirfarandi:    
Félagar geta allir þeir orðið sem eru hlynntir markmiðum félagsins.  Umsókn um aðild skal senda stjórn félagsins.  Félögum er skylt að greiða árgjald til félagsins. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni að fenginni tillögu stjórnar. Hafi félagi ekki greitt félagsgjöld í tvö ár í röð skal nafn hans fellt út af félagaskrá.

En skal framvegis vera
Félagar geta allir þeir orðið sem eru hlynntir markmiðum félagsins.  Umsókn um aðild skal senda stjórn félagsins.  Félögum er skylt að greiða árgjald til félagsins. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni að fenginni tillögu stjórnar. Greiðsluseðlar eru sendir til félagsmanna að hausti, hafi félagi ekki greitt félagsgjald fyrir 5. janúar skal nafn hans fellt út af félagaskrá.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 17 í Þjóðskjalasafni Íslands.
Þetta er áramótafundur sem kemur í stað jólafundarins.

Charlotte Åström ætlar að segja okkur frá stafrænni stefnumótun. Stöðug tækniþróun og ör upptaka notenda á nýrri tækni hefur gjörbreytt heiminum og samkeppnisumhverfi fyrirtækja og stofnana. Nauðsynlegt er að aðilar geti þróast hraðar og komið á móts við breyttar kröfur samfélagsins um upplifun og þjónustu.

Skráning hér

Skráning í streymi hér, fyrirlesturinn verður ekki vistaður á vef félags um skjalastjórn.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík