Við í stjórn Félags um skjalastjórn erum mjög stolt að hafa fengið boð um að mæta á fund í Allsherjar- og menntanefnd og gera grein fyrir athugasemdum okkar við frumvarp um opinber skjalasöfn. Fundurinn var í gær og gekk vel. Nú vonum við innilega að tillit verður tekið til þess að félagsmenn fái að velja einn úr sínum röðum til setu í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands.

Kæru félagsmenn, skráning er hafin á fræðslufund félagsins sem haldinn verður 16. janúar. Þar mun Magnea Davíðsdóttir flytja fyrirlestur um skjala- og breytingastjórnun. Staðsetning fundarins verður auglýst síðar. Hægt er að skrá sig hér að neðan eða hægra megin á forsíðu irma.is þar sem stendur "Á döfinni".

Skráning á fræðslufund

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík