Fimmtudaginn 7. desember nk. verður Félag um skjalastjórn með jóla- og fræðslufund kl. 17 í sal Þjóðskjalasafns.

Fræðslan verður á léttum nótum. Helga Jóna Eiríksdóttir, Árni Jóhannsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir sem eru í tækninefnd Staðlaráðs Íslands um íslenska þýðingu á skjalastjórnarstaðlinum munu segja frá vinnunni sem er í gangi.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi!

Skráning hér: http://irma.is/index.php/events/event/20-jola-og-fraedhslufundur 

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Boðað er til stofnfundar nýrrar tækninefndar vegna þýðingar skjalastjórnunarstaðalsins ISO 15489-1. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Staðlaráðs Íslands, Þórunnartúni 2, Reykjavík, 15. september næstkomandi og hefst kl. 11.
 
Íslensk þýðing á staðlinum ISO 15489-1:2016 Information and documentation -- Records management -- Part 1: Concepts and principles er að hefjast. Verkefni nefndarinnar mun felast í að yfirfara og fullvinna þýðinguna í samvinnu við Staðlaráð og þýðanda. – Fyrri útgáfa staðalsins var gefin út á íslensku hjá Staðlaráði árið 2005.
 
Þeim sem vildu taka þátt í stofnfundinum er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra Staðlaráðs Íslands, Guðrúnu Rögnvaldardóttur, gudrun@stadlar.is.

undirritun minniÍ hádeginu í dag, þann 12 maí 2017 var stofnfundur ritrýnds, rafræns fagtímarits um skráningu, varðveislu og miðlun. Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður skrifaði á fundinum undir viljayfirlýsingu um aðild að ritinu fyrir hönd Félags um skjalastjórn. Auk hennar skrifuðu fulltrúar Upplýsingar - félags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Sagnfræðingafélags Íslands undir yfirlýsinguna.

Gert er ráð fyrir að stofna hollvinasamtök til stuðnings tímaritinu með aðild stofnana á þessum sviðum. Fagfélögin sem verða aðilar að tímaritinu munu skipa ritstjórn sem setur sér ritstjórnarstefnu. 

Nefnd hefur unnið að undirbúningi að stofnun tímaritsins og í henni sátu eftirfarandi aðilar:

Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Kristjana Kristinsdóttir   
Njörður Sigurðsson
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Sveinn Ólafsson
Sigrún Klara Hannesdóttir

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík